Enski boltinn

Gylfi slapp við falleinkunn: „Byrjaði vel en áhrif hans dvínuðu er leið á leikinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var einn sex leikmanna Everton sem fékk fimm í einkunn er Everton tapaði 2-0 fyrir Sheffield United frá staðarblaðinu Liverpool Echo.

Tapið kom nokkuð á óvart en byrjun þeirra bláklæddu frá Bítlaborginni hefur ekki verið upp á marga fiska. Þeir sitja í 14. sæti deildarinnar með einungis sjö stig.

Gylfi fékk eins og áður segir fimm í einkunn en Jordan Pickford, Seamus Coleman og Morgan Schneiderlin fengu allir fjóra í einkunn. Fabian Delph var bestur með sex í einkunn.

„Byrjaði leikinn vel og var að finna mörg góð svæði en áhrif hans dvínunðu er leið á leikinn,“ sagði meðal annars í lýsingu um Gylfa.

„Miðjumaðurinn var að spila aftar á vellinum og var að dæla sendingum en það var lítill hreifanleiki í kringum hann.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.