Enski boltinn

Gylfi slapp við falleinkunn: „Byrjaði vel en áhrif hans dvínuðu er leið á leikinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var einn sex leikmanna Everton sem fékk fimm í einkunn er Everton tapaði 2-0 fyrir Sheffield United frá staðarblaðinu Liverpool Echo.Tapið kom nokkuð á óvart en byrjun þeirra bláklæddu frá Bítlaborginni hefur ekki verið upp á marga fiska. Þeir sitja í 14. sæti deildarinnar með einungis sjö stig.Gylfi fékk eins og áður segir fimm í einkunn en Jordan Pickford, Seamus Coleman og Morgan Schneiderlin fengu allir fjóra í einkunn. Fabian Delph var bestur með sex í einkunn.„Byrjaði leikinn vel og var að finna mörg góð svæði en áhrif hans dvínunðu er leið á leikinn,“ sagði meðal annars í lýsingu um Gylfa.„Miðjumaðurinn var að spila aftar á vellinum og var að dæla sendingum en það var lítill hreifanleiki í kringum hann.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.