Nýliðarnir sóttu þrjú stig á Goodison | Öflugur heimasigur Burnley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í dag.
Gylfi Þór í leiknum í dag. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sáu á eftir mikilvægum stigum er liðið tapaði óvænt 2-0 á heimavelli fyrir nýliðunum í Sheffield United.Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton en Yerri Mina kom Sheffield United með sjálfsmarki á 40. mínútu. Annað markið skoraði Lys Mousset ellefu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0.Everton er einungis með sjö stig eftir fyrstu sex leikina í deildinni og situr í 14. sæti deildarinnar en nýliðarnir í Sheffield eru með átta stig. Þeir sitja í 8. sætinu.Það var enginn Jóhann Berg Guðmundsson er Burnley vann 2-0 sigur á Norwich. Chris Wood skoraði bæði mörk Burnley en þau koma á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.Burnley er í sjöunda sætinu með átta stig en Norwich er í 15. sætinu með sex stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.