Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 23:00 Þingmaðurinn Adam Schiff stýrir aðgerðum Demókrata varðandi ákæruferlið að miklu leyti. AP/Andrew Harnik Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59