Erlent

Gervigreind kláraði sinfóníu Mahlers

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Tónskáld gætu orðið óþörf í framtíðinni.
Tónskáld gætu orðið óþörf í framtíðinni. Nordicphotos/Getty

Fá eru þau störf sem vélarnar munu ekki taka yfir í fjórðu iðnbyltingunni. Um síðustu helgi flutti sinfóníuhljómsveitin í austurrísku borginni Linz verk sem samið var að hluta til með gervigreindarhugbúnaði.

Um er að ræða tíundu sinfóníu tónskáldsins Gustavs Mahler, sem hann náði ekki að klára fyrir andlát sitt árið 1911. Hljómsveitin spilaði þann hluta sem Mahler skrifaði sjálfur og sex mínútur af tónlist þar sem gervigreindarhugbúnaður skrifaði, undir áhrifum frá tónlist Mahler. Heyrðu margir áhorfendur í salnum ekki muninn á manni og vél.

„Þetta er allt saman tónlist og henni fylgja tilfinningar,“ sagði Ali Nikrang, sem forritaði hugbúnað til að skrifa tónlistina. „En allir sem þekkja Mahler vel heyra strax að þetta var ekki samið af honum.“ Tónlistargagnrýnendur þóttust þekkja muninn og sögðu gervigreindina skorta tilfinningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.