Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 14:01 Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan. getty/Paul Hennessy Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira