Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánuðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 20:07 Arnar alsæll að leik loknum. Vísir/Vilhelm „Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39