Íslenski boltinn

Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öfugt við flesta í liði Víkings voru þeir Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fæddir þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar 14. september 1991.
Öfugt við flesta í liði Víkings voru þeir Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fæddir þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar 14. september 1991. vísir/vilhelm

Víkingur varð í kvöld bikarmeistari, nákvæmlega 28 árum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fimmta sinn eftir sigur á Víði í Garði, 3-1, í lokaumferð efstu deildar 1991.

Víkingar hafa því unnið tvo síðustu stóru titlana í sögu félagsins 14. september.

Víkingur vann FH, 1-0, í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Þar með lauk 48 ára bið Víkinga eftir bikarmeistaratitli. Þeir urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Breiðabliki, 1-0, á Melavellinum 1971.

Víkingar hafa unnið sjö stóra titla í sögu félagsins; fimm Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Víðismönnum í Garðinum 14. september 1991. mynd/ægir már kárason

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.