Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánuðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 20:07 Arnar alsæll að leik loknum. Vísir/Vilhelm „Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39