Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar fagna marki Óttars Magnúsar.
Víkingar fagna marki Óttars Magnúsar. vísir/vilhelm

Víkingur varð í kvöld bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár og í annað sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigur á FH á Laugardalsvelli.

Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Pétur Guðmundsson dæmdi vítið eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk boltann í höndina.

Tveimur mínútum síðar fékk Pétur Viðarsson rautt spjald fyrir að stíga á Guðmund Andra Tryggvason.

Ívar Orri Kristjánsson, fjórði dómari leiksins, virtist kveða dóminn upp og FH-ingar voru allt annað en ánægðir með hann.

Mark Óttars og rauða spjaldið sem Pétur fékk má sjá hér fyrir neðan.

Óttar Magnús skorar sigurmarkið

Klippa: Sigurmark Óttars Magnúsar
 

Pétur fær rautt spjald

Klippa: Rauða spjaldið sem Pétur fékk
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.