Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar fagna marki Óttars Magnúsar.
Víkingar fagna marki Óttars Magnúsar. vísir/vilhelm
Víkingur varð í kvöld bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár og í annað sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigur á FH á Laugardalsvelli.

Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Pétur Guðmundsson dæmdi vítið eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk boltann í höndina.

Tveimur mínútum síðar fékk Pétur Viðarsson rautt spjald fyrir að stíga á Guðmund Andra Tryggvason.

Ívar Orri Kristjánsson, fjórði dómari leiksins, virtist kveða dóminn upp og FH-ingar voru allt annað en ánægðir með hann.

Mark Óttars og rauða spjaldið sem Pétur fékk má sjá hér fyrir neðan.

Óttar Magnús skorar sigurmarkið
Klippa: Sigurmark Óttars Magnúsar
 

Pétur fær rautt spjald
Klippa: Rauða spjaldið sem Pétur fékk
 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.