Íslenski boltinn

Myndaveisla frá bikarsigri Víkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, smellir kossi á Mjólkurbikarinn.
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, smellir kossi á Mjólkurbikarinn. vísir/vilhelm

Eftir 48 ára bið varð Víkingur bikarmeistari í kvöld eftir sigur á FH, 1-0.

Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Skömmu síðar fékk Pétur Viðarsson, miðvörður FH, rauða spjaldið fyrir að stíga á Guðmund Andra Tryggvason.

Fögnuður Víkinga í leikslok var ósvikinn enda langþráður titill kominn í hús.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli og tók meðfylgjandi myndir.

Óttar Magnús skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu. vísir/vilhelm
Víkingar fagna markinu. vísir/vilhelm
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hafði sterkar skoðanir á rauða spjaldinu sem Pétur fékk. vísir/vilhelm
Logi Tómasson fagnaði vel og innilega. vísir/vilhelm
Sölvi Geir lyftir Mjólkurbikarnum. vísir/vilhelm
Bikarmeistararnir leika sér með mjólk. vísir/vilhelm
Nikolaj Hansen, Júlíus Magnússon og Logi með bikarinn. vísir/vilhelm
Stuðningsmenn Víkings fagna. vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.