Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, á fundinum í Vín í dag. AP/Ronald Zak Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25