Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:25 Reykur stígur upp frá Abqaiq-olíulindinni í Buqyaq í Sádi-Arabíu á laugardag. Drónaárásir voru gerðar á tvær stærstu olíulindir landsins þar sem um 5% af hráolíu heimsins eru framleidd. AP/Al-Arabiya Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum. Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum.
Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15