Enski boltinn

Biðja stuðningsmenn Liverpool að halda sig innan dyra og ekki klæðast fatnaði tengdu félaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool á leik liðsins gegn Newcastle um liðna helgi.
Stuðningsmenn Liverpool á leik liðsins gegn Newcastle um liðna helgi. vísir/getty
Liverpool hefur beðið stuðningsmenn sína um að halda sig inni á hótelum sínum og ekki klæðast neinu tengdu Liverpool á götum Napoli.

Napoli og Liverpool mætast í kvöld er riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Nokkrir stuðningsmenn þurftu að leita hjálpar vegna stungusára síðast er Liverpool heimsótti Napoli en það var tímabilið 2010/2011. Þá eltu hörðustu stuðningsmenn Napoli þá uppi.







Því hefur Liverpool beðið stuðningsmenn sína að halda sig innan dyra í dag og ferðast eingöngu til vallarins með þeim rútum sem til er ætlast að stuðningsmenn Liverpool komi á.

Þeim verður einnig haldið inni á vellinum í að minnsta kosti eina klukkustund eftir leikinn til þess að forðast vandræði fyrir utan völlinn.


Tengdar fréttir

Messi með í kvöld

Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld og í gær bárust gleðifréttir frá Barcelona borga. Lionel Messi er leikfær og í hópnum í fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×