Fótbolti

Messi með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Síðasti Meistaradeildarleikur Lionel Messi var á móti Liverpool á Anfield í undanúrslitunum síðasta vor.
Síðasti Meistaradeildarleikur Lionel Messi var á móti Liverpool á Anfield í undanúrslitunum síðasta vor. Getty/TF-Images/

Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld og í gær bárust gleðifréttir frá Barcelona borga. Lionel Messi er leikfær og í hópnum í fyrsta leik.

Lionel Messi hefur ekki spilað síðan á Copa America í júlí en hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli.

Messi missti vegna þeirra af fjórum fyrstu deildarleikjum Barcelona á tímabilinu og liðið hefur aðeins unnið tvo þeirra.

Læknalið Barcelona skoðaði Messi eftir æfingu liðsins í gær og gaf grænt ljós að hann yrði með á móti Borussia Dortmund í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan 18.50 en í dag verða einnig eftirtaldir leikir í beinni: Inter - Slavia Prag (16.45, S2 Sport 2), Napoli - Liverpool (18.50, S2 Sport 2), Chelsea - Valencia (18.50, S2 Sport 4) og Ajax - Lille (18.50, S2 Sport 5).

Lionel Messi varð markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar í fyrra með 12 mörk í 10 leikjum en þetta var í fimmta skiptið sem hann skorað yfir tíu mörk á Meistaradeildartímabili. Hann er alls með 112 mörk í 135 Meistaradeildarleikjum.

Í fjarveru Messi hefur ný stjarna risið upp hjá Barcelona en það er hinn sextán ára gamli Ansu Fati sem er með tvö mörk og eina stoðsendingu á fyrstu 116 mínútum sínum í spænsku deildinni.

Það tók Ansu Fati aðeins 111 sekúndur að skora í sínum fyrsta deildarleik á Nývangi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.