Fótbolti

Titilvörn Liverpool hefst í ókláruðum búningsklefum í Napoli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool á vellinum í Napoli.
Leikmenn Liverpool á vellinum í Napoli. vísir/getty
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað á nýjan leik í kvöld en alls eru átta leikir á dagskrá í dag.

Ríkjandi meistararnir í Liverpool eru mættir til Ítalíu þar sem þeir mæta Carlo Ancelotti og lærisveinum hans í Napoli. Það hefur hins vegar ekki verið létt yfir Ancelotti.

Leikvangur Napoli hefur verið tekinn í gegn í sumar og eru búningsklefarnir langt frá því að vera tilbúnir fyrir komandi leiktíð. Napoli spilaði tvo fyrstu leiki sína á útivelli.

Þeir spiluðu svo gegn Sampdoria á laugardaginn og nú gegn Liverpool en Ancelotti lét í sér heyra í viðtölum fyrir helgi þar sem hann gagnrýndi þetta harðlega.







Frank Lampard stýrir fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni er Valencia kemur í heimsókn og í Þýskalandi mætast Dortmund og Barcelona í hörkuleik.

Inter og Slavia Prag mætast klukkan 16.55 sem og Lyon og Zenit en leikur Inter og Slavia verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður svo til leiks í Meistaradeildarmessunni klukkan 18.15 og fjórir leikir verða í beinni klukkan sjö.







Leikir dagsins:

E-riðill:

19.00 Napoli - Liverpool (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)

19.00 Salzburg - Genk

F-riðill:

16.55 Inter - Slava Prague (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)

19.00 Dortmund - Barcelona (í beinni á Stöð 2 Sport 3)

G-riðill:

16.55 Lyon - Zenit

19.00 Benfica - Leipzig

H-riðill:

19.00 Ajax - Lille (Í beinni á Stöð 2 Sport 5)

19.00 Chelsea - Valencia (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×