Fótbolti

Titilvörn Liverpool hefst í ókláruðum búningsklefum í Napoli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool á vellinum í Napoli.
Leikmenn Liverpool á vellinum í Napoli. vísir/getty

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað á nýjan leik í kvöld en alls eru átta leikir á dagskrá í dag.

Ríkjandi meistararnir í Liverpool eru mættir til Ítalíu þar sem þeir mæta Carlo Ancelotti og lærisveinum hans í Napoli. Það hefur hins vegar ekki verið létt yfir Ancelotti.

Leikvangur Napoli hefur verið tekinn í gegn í sumar og eru búningsklefarnir langt frá því að vera tilbúnir fyrir komandi leiktíð. Napoli spilaði tvo fyrstu leiki sína á útivelli.

Þeir spiluðu svo gegn Sampdoria á laugardaginn og nú gegn Liverpool en Ancelotti lét í sér heyra í viðtölum fyrir helgi þar sem hann gagnrýndi þetta harðlega.

Frank Lampard stýrir fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni er Valencia kemur í heimsókn og í Þýskalandi mætast Dortmund og Barcelona í hörkuleik.

Inter og Slavia Prag mætast klukkan 16.55 sem og Lyon og Zenit en leikur Inter og Slavia verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður svo til leiks í Meistaradeildarmessunni klukkan 18.15 og fjórir leikir verða í beinni klukkan sjö.

Leikir dagsins:
E-riðill:
19.00 Napoli - Liverpool (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)
19.00 Salzburg - Genk

F-riðill:
16.55 Inter - Slava Prague (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)
19.00 Dortmund - Barcelona (í beinni á Stöð 2 Sport 3)

G-riðill:
16.55 Lyon - Zenit
19.00 Benfica - Leipzig

H-riðill:
19.00 Ajax - Lille (Í beinni á Stöð 2 Sport 5)
19.00 Chelsea - Valencia (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.