Enski boltinn

Klopp segir að veðrið muni ekki gera útslagið um hvort að hann verði áfram hjá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp léttur í bragði.
Jürgen Klopp léttur í bragði. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hlegið af þeim sögusögnum að hann hugsi sér til hreyfings frá Liverpool vegna þess að veðrið sé ekki nægilega gott.

Karc Kosicke, umboðsmaður og góður vinur Klopp, sagði frá því á dögunum að Liverpool vildi framlengja við Klopp en menn mættu ekki vanmeta veðráttuna.

Þegar sá þýski var spurður út í þessi ummæli á fundi í gær fyrir Meistaradeildarleik Liverpool gegn Napoli í kvöld glotti Klopp við tönn og svaraði:

„Hann vildi vera fyndinn svo nú verð ég að vera alvarlegur. Þetta er þýskur húmor en enginn náði þessu. Veðrið er ekkert að trufla mig,“ sagði Klopp.







„Látið mig segja þetta á annan hátt. Veðrið hefur aldrei spilað hlutverk þegar ég hef valið stað til að búa á og það mun ekki valda því að ég yfirgefi landið.“

Mikill hiti var í blaðamannaherberginu í Napoli þar sem leikurinn fer fram í kvöld og grínaðist Klopp með hitastigið þar.

„Kannski er veðrið á Englandi það heilsusamlegasta í heimi. Við erum með nóg af rigningu og það er kalt, annað en inn í þessu herbergi,“ grínaðist Klopp.

Leikur Napoli og Liverpool hefst klukkan 19.00 í kvöld en flautað verður til leiks í Meistaradeildarmessunni klukkan 18.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×