Erlent

Morðið í Mal­mö: Karolin var 31 árs læknir og ný­bökuð móðir

Eiður Þór Árnason skrifar
Morðið á Karolin Hakim hefur reynst mikið áfall fyrir íbúa Malmö
Morðið á Karolin Hakim hefur reynst mikið áfall fyrir íbúa Malmö
Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum.Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli.Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur.Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.