Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2019 18:15 Morðið á Karolin Hakim hefur reynst mikið áfall fyrir íbúa Malmö Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35
Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33