Enski boltinn

Tölfræðin sýnir að yfirlýsingar um mikla eigingirni Mo Salah eru falskar fréttir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Sadio Mané.
Mohamed Salah og Sadio Mané. Getty/Michael Regan
Ósætti Liverpool mannann Mohamed Salah og Sadio Mané út á miðjum velli fyrir framan allt og alla fóru ekki fram hjá neinum sem fylgjast með enska fótboltanum.Liverpool var að vinna 3-0 sigur á Burnley og var eitt liða með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið ástæða til annars en að gleðjast saman yfir góðum úrslitum og þessa vegna var hegðun Sadio Mané enn furðulegri.Sadio Mané var vægast mjög ósáttur með það að Mohamed Salah reyndi sjálfur í stað þess að gefa á Mané sem var í algjöru dauðafæri. Þeir enduðu jafnir á toppi markalistans á síðasta tímabili og Sadio Mané hefði jafnað við Salah ef hann hefði skorað sitt annað mark í þessum leik.Fyrir vikið fóru enskir blaðamenn og aðrir að skoða betur tölfræðina hjá þeim Sadio Mané og Mohamed Salah til að komast að því hvort að Mohamed Salah sé virkilega svo eigingjarn inn á vellinum.Martin Laurence fór vel yfir þetta í grein sem hann skrifaði fyrir WhoScored en birtist einnig í Guardian.Við nánari athugun kom nefnilega í ljós að þessi svokölluð eigingirni Mohamed Salah er ekki að skaða Liverpool liðið. Hún er reyndar langt frá því eins og Laurence kemst að orði.Salah reynir vissulega miklu meira að fara sjálfur en félagar hans í ofurframlínu Liverpool, þeir Sadio Mané og Roberto Firmino. Hann er líka að skila meiri en hinir á síðasta þriðjungi vallarins.

Samanburðartafla WhoScored.Skjámynd/Guardian
Mohamed Salah er betri að koma sér og öðrum í fær og þetta sést í tölfræðinni. Salah er nefnilega í tíunda sæti yfir flest sköpuð fær fyrir liðsfélaga síðan í byrjun síðasta tímabils. Egyptinn hefur búið til 77 færi sem er mun meira en þeir Mané (55) og Firmino (46).Salah skýtur líka meira á markið en þeir. Hann skýtur í 7,5 prósent tilfella þegar hann snertir boltann en sömu prósentutölur eru 4,8 prósent hjá Mané pg 4,7 prósent hjá Firmino.Salah var ekki aðeins að skora jafnmörg mörk og Sadio Mané á síðustu leiktíð heldur var hann að gefa miklu fleiri stoðsendingar en Senegalinn. Sadio Mané lagði aðeins upp eitt mark en Mohamed Salah var aftur á móti með átta stoðsendingar. Salah hefur síðan þegar gefið tvær stoðsendingar á þessari leiktíð.  Öll tölfræðin sýnir því að ef einhver er eigingjarn í framlínu Liverpool þá er það Sadio Mané.Það má finna meira um þetta með því að smella hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.