Tölfræðin sýnir að yfirlýsingar um mikla eigingirni Mo Salah eru falskar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 09:30 Mohamed Salah og Sadio Mané. Getty/Michael Regan Ósætti Liverpool mannann Mohamed Salah og Sadio Mané út á miðjum velli fyrir framan allt og alla fóru ekki fram hjá neinum sem fylgjast með enska fótboltanum. Liverpool var að vinna 3-0 sigur á Burnley og var eitt liða með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið ástæða til annars en að gleðjast saman yfir góðum úrslitum og þessa vegna var hegðun Sadio Mané enn furðulegri. Sadio Mané var vægast mjög ósáttur með það að Mohamed Salah reyndi sjálfur í stað þess að gefa á Mané sem var í algjöru dauðafæri. Þeir enduðu jafnir á toppi markalistans á síðasta tímabili og Sadio Mané hefði jafnað við Salah ef hann hefði skorað sitt annað mark í þessum leik.Is Mohamed Salah's individualism hurting Liverpool? Far from it | By @WhoScoredhttps://t.co/IMp1WGgRea — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2019 Fyrir vikið fóru enskir blaðamenn og aðrir að skoða betur tölfræðina hjá þeim Sadio Mané og Mohamed Salah til að komast að því hvort að Mohamed Salah sé virkilega svo eigingjarn inn á vellinum. Martin Laurence fór vel yfir þetta í grein sem hann skrifaði fyrir WhoScored en birtist einnig í Guardian. Við nánari athugun kom nefnilega í ljós að þessi svokölluð eigingirni Mohamed Salah er ekki að skaða Liverpool liðið. Hún er reyndar langt frá því eins og Laurence kemst að orði. Salah reynir vissulega miklu meira að fara sjálfur en félagar hans í ofurframlínu Liverpool, þeir Sadio Mané og Roberto Firmino. Hann er líka að skila meiri en hinir á síðasta þriðjungi vallarins.Samanburðartafla WhoScored.Skjámynd/GuardianMohamed Salah er betri að koma sér og öðrum í fær og þetta sést í tölfræðinni. Salah er nefnilega í tíunda sæti yfir flest sköpuð fær fyrir liðsfélaga síðan í byrjun síðasta tímabils. Egyptinn hefur búið til 77 færi sem er mun meira en þeir Mané (55) og Firmino (46). Salah skýtur líka meira á markið en þeir. Hann skýtur í 7,5 prósent tilfella þegar hann snertir boltann en sömu prósentutölur eru 4,8 prósent hjá Mané pg 4,7 prósent hjá Firmino. Salah var ekki aðeins að skora jafnmörg mörk og Sadio Mané á síðustu leiktíð heldur var hann að gefa miklu fleiri stoðsendingar en Senegalinn. Sadio Mané lagði aðeins upp eitt mark en Mohamed Salah var aftur á móti með átta stoðsendingar. Salah hefur síðan þegar gefið tvær stoðsendingar á þessari leiktíð. Öll tölfræðin sýnir því að ef einhver er eigingjarn í framlínu Liverpool þá er það Sadio Mané. Það má finna meira um þetta með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir „Sadio er frábær strákur og ég skildi ekki í fyrstu hvað var í gangi“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segist geta fullvissað stuðningsmenn Liverpool um að það verði engin eftirmálar af reiðikasti Sadio Mane um helgina. 3. september 2019 09:30 Klopp segir Mane tilfinningaríkan leikmann og að atvikið verði leyst í búningsklefanum Jurgen Klopp var ánægður og rúmlega það með sína lærisveina er Liverpool vann sinn 13. leik í röð þegar liðið fór með stigin þrjú burt frá Turf Moor eftir 3-0 sigur á Burnley. 31. ágúst 2019 19:00 Mane búinn að búa til næstum því tvöfalt fleiri færi fyrir Salah en Salah fyrir Mane Liverpool er með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en stærsti hluti umræðunnar er þó ekki um fjórar sigra í fjórum leikjum heldur deilurnar á milli framherjann frábæru Mohamed Salah og Sadio Mane. 2. september 2019 09:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Sjá meira
Ósætti Liverpool mannann Mohamed Salah og Sadio Mané út á miðjum velli fyrir framan allt og alla fóru ekki fram hjá neinum sem fylgjast með enska fótboltanum. Liverpool var að vinna 3-0 sigur á Burnley og var eitt liða með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið ástæða til annars en að gleðjast saman yfir góðum úrslitum og þessa vegna var hegðun Sadio Mané enn furðulegri. Sadio Mané var vægast mjög ósáttur með það að Mohamed Salah reyndi sjálfur í stað þess að gefa á Mané sem var í algjöru dauðafæri. Þeir enduðu jafnir á toppi markalistans á síðasta tímabili og Sadio Mané hefði jafnað við Salah ef hann hefði skorað sitt annað mark í þessum leik.Is Mohamed Salah's individualism hurting Liverpool? Far from it | By @WhoScoredhttps://t.co/IMp1WGgRea — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2019 Fyrir vikið fóru enskir blaðamenn og aðrir að skoða betur tölfræðina hjá þeim Sadio Mané og Mohamed Salah til að komast að því hvort að Mohamed Salah sé virkilega svo eigingjarn inn á vellinum. Martin Laurence fór vel yfir þetta í grein sem hann skrifaði fyrir WhoScored en birtist einnig í Guardian. Við nánari athugun kom nefnilega í ljós að þessi svokölluð eigingirni Mohamed Salah er ekki að skaða Liverpool liðið. Hún er reyndar langt frá því eins og Laurence kemst að orði. Salah reynir vissulega miklu meira að fara sjálfur en félagar hans í ofurframlínu Liverpool, þeir Sadio Mané og Roberto Firmino. Hann er líka að skila meiri en hinir á síðasta þriðjungi vallarins.Samanburðartafla WhoScored.Skjámynd/GuardianMohamed Salah er betri að koma sér og öðrum í fær og þetta sést í tölfræðinni. Salah er nefnilega í tíunda sæti yfir flest sköpuð fær fyrir liðsfélaga síðan í byrjun síðasta tímabils. Egyptinn hefur búið til 77 færi sem er mun meira en þeir Mané (55) og Firmino (46). Salah skýtur líka meira á markið en þeir. Hann skýtur í 7,5 prósent tilfella þegar hann snertir boltann en sömu prósentutölur eru 4,8 prósent hjá Mané pg 4,7 prósent hjá Firmino. Salah var ekki aðeins að skora jafnmörg mörk og Sadio Mané á síðustu leiktíð heldur var hann að gefa miklu fleiri stoðsendingar en Senegalinn. Sadio Mané lagði aðeins upp eitt mark en Mohamed Salah var aftur á móti með átta stoðsendingar. Salah hefur síðan þegar gefið tvær stoðsendingar á þessari leiktíð. Öll tölfræðin sýnir því að ef einhver er eigingjarn í framlínu Liverpool þá er það Sadio Mané. Það má finna meira um þetta með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Sadio er frábær strákur og ég skildi ekki í fyrstu hvað var í gangi“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segist geta fullvissað stuðningsmenn Liverpool um að það verði engin eftirmálar af reiðikasti Sadio Mane um helgina. 3. september 2019 09:30 Klopp segir Mane tilfinningaríkan leikmann og að atvikið verði leyst í búningsklefanum Jurgen Klopp var ánægður og rúmlega það með sína lærisveina er Liverpool vann sinn 13. leik í röð þegar liðið fór með stigin þrjú burt frá Turf Moor eftir 3-0 sigur á Burnley. 31. ágúst 2019 19:00 Mane búinn að búa til næstum því tvöfalt fleiri færi fyrir Salah en Salah fyrir Mane Liverpool er með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en stærsti hluti umræðunnar er þó ekki um fjórar sigra í fjórum leikjum heldur deilurnar á milli framherjann frábæru Mohamed Salah og Sadio Mane. 2. september 2019 09:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Sjá meira
„Sadio er frábær strákur og ég skildi ekki í fyrstu hvað var í gangi“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segist geta fullvissað stuðningsmenn Liverpool um að það verði engin eftirmálar af reiðikasti Sadio Mane um helgina. 3. september 2019 09:30
Klopp segir Mane tilfinningaríkan leikmann og að atvikið verði leyst í búningsklefanum Jurgen Klopp var ánægður og rúmlega það með sína lærisveina er Liverpool vann sinn 13. leik í röð þegar liðið fór með stigin þrjú burt frá Turf Moor eftir 3-0 sigur á Burnley. 31. ágúst 2019 19:00
Mane búinn að búa til næstum því tvöfalt fleiri færi fyrir Salah en Salah fyrir Mane Liverpool er með fullt hús á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en stærsti hluti umræðunnar er þó ekki um fjórar sigra í fjórum leikjum heldur deilurnar á milli framherjann frábæru Mohamed Salah og Sadio Mane. 2. september 2019 09:30