Erlent

Lars Løkke hættir sem formaður Venstre

Sylvía Hall skrifar
Rasmussen hefur tvisvar gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur.
Rasmussen hefur tvisvar gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/EPA

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins vegna eigin óánægju innan flokksins. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins.

Í færslu á Twitter-síðu sinni þakkar Løkke fyrir góð ár sem formaður flokksins. Hann segist þó ekki geta setið sem formaður áfram þegar hann fái ekki tækifæri til þess að ræða þau stefnumál sem hann hefur sett á dagskrá og halda áfram að fylgja þeirri stefnu innan flokksins.
„Það er mikilvægt að halda fast í sjálfsvirðingu sína,“ skrifar fráfarandi formaðurinn í færslunni.

Løkke hefur verið formaður Venstre frá árinu 2009 og tók við af Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra landsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 

Þá var Løkke forsætisráðherra Danmerkur árin 2009 til 2011 og aftur frá árinu 2015 þar til í ár þegar bláa blokkin, hægri flokkarnir á danska þinginu, misstu meirihluta sinn í þingkosningum í vor og Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, tók við embættinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.