Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. júní 2019 22:23 Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. Vísir/ap Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent