Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 22:39 Mette Frederiksen. Getty Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia
Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira