Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:00 Sérfræðingar telja mikilvægt að landamæri Írlands og Norður-Írlands haldist opin til að tryggja áframhaldandi frið á svæðinu. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01
Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“