Enski boltinn

Lögreglan leitar að þessum stuðningsmanni Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool í leiknum gegn Southampton á laugardaginn.
Stuðningsmenn Liverpool í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. vísir/getty
Það voru læti á meðan leik Southampton og Liverpool stóð í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en sjö ára stuðningsmaður Southampton fékk aðskotahlut í sig stuttu eftir annað mark Liverpool.Hann sat með fjölskyldu sinni þar sem stuðningsmenn Southampton sátu en hann fékk svo gasbrúsa í andlitið frá hluta stúkunnar þar sem stuðningsmenn Liverpool sátu.„Þekkið þið þennan mann?“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Hampshire-sýslunni en lögreglan vill ná tali af honum. „Við viljum ná tali af honum vegna atviks sem átti sér stað á St. Mary's 17. ágúst.“„Hluturinn lenti í sjö ára stuðningsmanni Southampton sem meiddist lítils háttar,“ segir enn fremur í tilkynningunni.Liverpool vann 2-1 sigur í leiknum en Sadio Mane og Roberto Firmino skoruðu mörk Liverpool áður en Danny Ings minnkaði muninn fyrir Southampton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.