Atvikið umdeilda á Hlíðarenda: Fjórði dómarinn sá eini sem sá hver skoraði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2019 09:37 Helgi Mikael biðst hér afsökunar á mistökum sínum. Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30
Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48
Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00