Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi Mikael er hér að taka markið til baka.
Helgi Mikael er hér að taka markið til baka.
Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi.

„Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Reynir Leósson gáttaður í Pepsi Max-mörkunum í gær.

Helgi Mikael Jónasson dómari ráðfærði sig við aðstoðardómarann áður en hann dæmdi markið gott og gilt. Valur tekur svo miðju en þá stöðvar Helgi leikinn aftur og tekur markið til baka. Stórfurðulegt.

Ef markið hefði staðið þá hefði Stjarnan komist í 1-3 en leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli.

„Fjórði dómarinn hlýtur að hafa séð þetta í sjónvarpinu,“ sagði Hörður Magnússon en ekki er verið að nota VAR í Pepsi Max-deildinni og því væri það afar áhugavert.

Sjá má atvikið og umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Mark tekið af Stjörnunni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×