Enski boltinn

United mun ekki selja Pogba í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Þú verður áfram hjá okkur næstu mánuðina vinur“
„Þú verður áfram hjá okkur næstu mánuðina vinur“ vísir/getty

Paul Pogba fer ekki frá Manchester United í sumar því félagið mun ekki hlusta á nein tilboð í miðjumanninn, sama hversu góð. Þessu heldur breska blaðið Telegraph fram.

Pogba sagði sjálfur eftir 4-0 sigur United á Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar að hann væri óviss um framtíð sína.

Félagsskiptaglugginn er lokaður í Englandi en aðrar deildir Evrópu eru enn með hann opinn út mánuðinn, eins og venjan var líka í Englandi. Því gæti Pogba enn farið til Ítalíu eða Spánar en United gæti ekki fengið neinn inn í staðinn.

Telegraph segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að Pogba verði ekki seldur úr þessu. Ein af þeim er sú að það gæti ekki komið annar maður inn í staðinn.

Önnur er að Pogba er lykilmaður í hugmyndafræði og skipulagi Ole Gunnar Solskjær og eftir frammistöðu hans á undirbúningstímabilinu hafa Solskjær og félagar í United mikla trú á því að franski heimsmeistarinn verði með fulla einbeitingu á United.

Pogba kom til United fyrir 89 milljónir punda árið 2016. Síðan þá hefur verðlagið í fótboltanum hækkað töluvert og vildi United fá 160 milljónir punda fyrir hann í sumar.

Hvorki Juventus né Real Madrid, liðin sem Pogba var helst orðaður við, náðu að koma með tilboð það hátt.

Pogba á tvö ár eftir á samningi sínum við United.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.