Enski boltinn

United mun ekki selja Pogba í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Þú verður áfram hjá okkur næstu mánuðina vinur“
„Þú verður áfram hjá okkur næstu mánuðina vinur“ vísir/getty
Paul Pogba fer ekki frá Manchester United í sumar því félagið mun ekki hlusta á nein tilboð í miðjumanninn, sama hversu góð. Þessu heldur breska blaðið Telegraph fram.Pogba sagði sjálfur eftir 4-0 sigur United á Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar að hann væri óviss um framtíð sína.Félagsskiptaglugginn er lokaður í Englandi en aðrar deildir Evrópu eru enn með hann opinn út mánuðinn, eins og venjan var líka í Englandi. Því gæti Pogba enn farið til Ítalíu eða Spánar en United gæti ekki fengið neinn inn í staðinn.Telegraph segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að Pogba verði ekki seldur úr þessu. Ein af þeim er sú að það gæti ekki komið annar maður inn í staðinn.Önnur er að Pogba er lykilmaður í hugmyndafræði og skipulagi Ole Gunnar Solskjær og eftir frammistöðu hans á undirbúningstímabilinu hafa Solskjær og félagar í United mikla trú á því að franski heimsmeistarinn verði með fulla einbeitingu á United.Pogba kom til United fyrir 89 milljónir punda árið 2016. Síðan þá hefur verðlagið í fótboltanum hækkað töluvert og vildi United fá 160 milljónir punda fyrir hann í sumar.Hvorki Juventus né Real Madrid, liðin sem Pogba var helst orðaður við, náðu að koma með tilboð það hátt.Pogba á tvö ár eftir á samningi sínum við United.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.