Enski boltinn

Manchester United sannfærðir um að Real Madrid hafi ekki efni á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty

Manchester United eru sannfærðir um að halda Paul Pogba hja félaginu þar sem þeir trúa því að Real Madrid hafi ekki efni á franska heimsmeistaranum.

Daily Mail greinir frá þessu í gærkvöldi en Pogba hefur verið á radarnum hjá Real Madrid í allt sumar. Pogba hefur heldur ekki talað undir rós að hann vilji burt frá félaginu og nú síðast í gær.

Madrídarliðið hefur verið duglegt á markaðnum í sumar og keypti meðal annars Eden Hazard frá Chelsea. Því trúa forráðamenn Man. Utd að bankinn sé að dæmast hjá spænska stórliðinu og þeiri ekki efni á Pogba.

Fyrr í sumar hafnaði United tilboði í Pogba frá Real sem hljóðaði upp á litla peningaupphæð og James Rodriguez. United hafði lítinn áhuga á þeim skiptum og afnaði.

United rúllaði yfir Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Pogba skoraði 4-0 sigur. Pogba var góður í leiknum og lagði upp eitt mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.