Enski boltinn

Manchester United sannfærðir um að Real Madrid hafi ekki efni á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Manchester United eru sannfærðir um að halda Paul Pogba hja félaginu þar sem þeir trúa því að Real Madrid hafi ekki efni á franska heimsmeistaranum.

Daily Mail greinir frá þessu í gærkvöldi en Pogba hefur verið á radarnum hjá Real Madrid í allt sumar. Pogba hefur heldur ekki talað undir rós að hann vilji burt frá félaginu og nú síðast í gær.

Madrídarliðið hefur verið duglegt á markaðnum í sumar og keypti meðal annars Eden Hazard frá Chelsea. Því trúa forráðamenn Man. Utd að bankinn sé að dæmast hjá spænska stórliðinu og þeiri ekki efni á Pogba.

Fyrr í sumar hafnaði United tilboði í Pogba frá Real sem hljóðaði upp á litla peningaupphæð og James Rodriguez. United hafði lítinn áhuga á þeim skiptum og afnaði.

United rúllaði yfir Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Pogba skoraði 4-0 sigur. Pogba var góður í leiknum og lagði upp eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×