Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2019 21:45 Adrián var hetjan í fyrsta leik sínum fyrir Liverpool. vísir/getty Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Bretland England Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurbikar UEFA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira