Erlent

ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi.
Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi. Getty/Ray Tamarra

Bandaríski rapparinn ASAP Rocky, sem heitir Rakim Mayers, hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar eftir að hafa verið fundinn sekur um líkamsárás í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum.

Honum var haldið í nærri því heilan mánuð í gæsluvarðhaldi en var sleppt skömmu áður en dómurinn var kveðinn upp í málinu gegn honum.

Tveir af meðlimum fylgdarliðs hans, Bladimir Corniel og David Rispers, voru einnig fundnir sekir um líkamsárás.

Dómurinn var kveðinn upp í málinu í dag og er greint frá honum á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Í tilkynningu frá dómstólnum kom fram að alvarleiki árásarinnar hafi ekki verið af þeim toga að grípa þurfti til fangelsidóms við ákvörðun refsingar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.