Svíi handtekinn vegna sprengingarinnar í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum dönsku skattstofunnar þegar sprengja sprakk þar fyrir utan fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast. Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast.
Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55
Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15