Íslenski boltinn

Sjáðu magnað aukaspyrnumark Óttars og hin mörkin þegar Víkingar komust í bikarúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Andri gulltryggði sigur Víkinga með gullskalla.
Guðmundur Andri gulltryggði sigur Víkinga með gullskalla. vísir/bára
Víkingur R. tryggði sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikars karla með 3-1 sigri á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1971 sem Víkingar komast í bikarúrslit. Úrslitaleikurinn fer fram 14. september og þar mætir Víkingur FH.Breiðablik komst yfir á 35. mínútu þegar Thomas Mikkelsen skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.Fjórum mínútum síðar jafnaði Óttar Magnús Karlsson með frábæru skoti í slá og inn beint úr aukaspyrnu. Þetta var fjórða mark hans í þremur leikjum eftir að hann kom aftur heim í Víking.Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Nikolaj Hansen heimamönnum svo yfir. Hann slapp í gegn eftir sendingu Júlíusar Magnússonar og kláraði færið vel.Á 68. mínútu gulltryggði Guðmundur Andri Tryggvason sigur Víkinga með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davíðs Arnar Atlasonar.Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Víkingur 3-1 Breiðablik
 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.