Íslenski boltinn

Ágúst: Víkingar voru öflugir og komust upp með að vera grimmir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágústi tókst ekki að koma Blikum í bikarúrslit annað árið í röð.
Ágústi tókst ekki að koma Blikum í bikarúrslit annað árið í röð. vísir/bára
„Þeir fá aukaspyrnu sem mér fannst frekar ódýr, hann beygir sig niður, sem þeir skoruðu glæsilegt mark úr. Það er lítið hægt að gera við því,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn gegn Víkingi R. í kvöld. Blikar töpuðu, 3-1, og draumur þeirra um að komast í bikarúrslit annað árið í röð því úr sögunni.

„Svo vorum við frekar ákafir að komast upp völlinn og bæta fyrir það en okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiksins,“ sagði Ágúst um hvað hefði gerst síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik þegar Víkingar skora tvívegis en Blikar fóru úr því að vera 1-0 yfir á 35. mínútu í 2-1 undir tíu mínútum síðar.

Varðandi seinni hálfleikinn fannst Ágúst Víkingarnir eiga sigurinn skilið.

„Við ætluðum að koma sterkari inn í seinni hálfleik og gerðum það ágætlega en þeir skora svo glæsilegt mark og áttu flottan leik. Víkingsliðið var gott í dag.“

„Nei. Víkingarnir voru öflugir og komust upp með að vera grimmir og áttu þetta fyllilega skilið,“ sagði Ágúst að lokum aðspurður út í hvort hann gæti útskýrt af hverju Blikar hefðu ekki náð upp sínum sókndjarfa leik líkt og undanfarið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×