Enski boltinn

Segir að Özil og Kolasinac séu klárir fyrir leikinn gegn Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Özil og Emery á æfingu.
Özil og Emery á æfingu. vísir/getty

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, er fullviss um að Mesut Özil og Sead Kolasinac séu klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Burnley á laugardaginn.

Özil og Kolasinac léku ekki með Arsenal gegn Newcastle United í 1. umferð ensku úrvalsdeildinni vegna öryggisástæðna.

Vopnaðir menn réðust að Özil og Kolasinac í miðborg Lundúna í síðasta mánuði. Fyrir nokkrum dögum voru tveir menn svo handteknir fyrir að ráðast á öryggisverði fyrir utan heimili Özils.

„Ég einbeiti mér að því að vera jákvæður og reyna að gera það sem ég get til að undirbúa leikmennina sem best. Ég vil þeir æfi með okkur eins og venjulega og hugsi um fótbolta,“ sagði Emery.

„Er ég ánægður að þeir séu komnir aftur? Auðvitað. En fyrir mér eru þeir fyrst manneskjur og svo leikmenn.“

Arsenal vann leikinn gegn Newcastle með einu marki gegn engu og er með þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Vaktaðir allan sólarhringinn

Mesut Özil og Sead Kol­asinac, leikmenn Ars­enal, njóta nú verndar lögreglunnar í London allan sólarhringinn vegna hótana í kjölfar árásar á þá í síðasta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.