Enski boltinn

Tileinkaði sigurinn Özil og Kolasinac sem voru ekki með af öryggisástæðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka í leiknum í gær.
Xhaka í leiknum í gær. vísir/getty
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, tileinkaði sigur liðsins gegn Newcastle í gær þeim Mesut Özil og Sead Kolinasinac en þeir voru ekki með liðinu af öryggisástæðum.

Tilkynnt var á föstudagskvöldið að Özil og Kolasinac myndu ekki ferðast með liðinu til Newcastle en röð atvika viðloðandi leikmennina tvo hafa átt sér stað síðustu vikur.

Í fyrstu var ráðist að bíl Özil og Kolasinac í miðbæ Lundúna og fyrir helgi var svo greint frá því að tveir menn hefðu reynt að brjótast inn heima hjá Özil.

Svissneski fyrirliðinn var fljótur að senda liðsfélögum sínum kveðjar og tileinkaði þeim sigurinn.

„Við vitum söguna um Sead og Mesut. Þetta er ekki auðvelt fyrir þá eða fjölskyldur þeirra. Við gerðum okkar besta til þess að ná í sigur fyrir þá,“ sagði Svisslendingurinn.

Pierre-Emerick Aubameyang heldur áfram að raða inn mörkum og Xhaka er þakklátur fyrir að hafa hann í sínu liði







„Við erum svo ánægðir að hafa hann því hann þarf ekki mörg færi til að skora. Ég held að hann hafi fengið tvö eða þrjú færi og skorað eitt mark. Hann er svo góður og hjálpar liðinu þegar við þörfnumst hans.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×