Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 23:21 Byrjað var að grafa fórnarlömb sjálfsmorðsárásarinnar strax í dag. Vísir/AP Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk. Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk.
Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38