Erlent

Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Særður veisluigestur drifinn af vettvangi.
Særður veisluigestur drifinn af vettvangi. Vísir/EPA
Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. Hundruð veislugesta voru í salnum þar sem sprengjuárásin var gerð.

BBC hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið að völdum sjálfsmorðsprengjumanns sem lét til skarar skríða í miðri brúðkaupsathöfn í sal í vesturhluta borgarinnar. Ekki er víst hverjir bera ábyrgð á árásinni.

Hvorki tala látinna né særðra liggur fyrir en vitni telja sig hafa séð lík í salnum eftir sprenginguna.

Þann 7. ágúst síðastliðinn létust 14 og 145 særðust þegar bílsprengja sprakk í sömu götu og salurinn þar sem brúðkaupið var haldið í kvöld. Talibanar lýstu yfir ábyrgð á þeirri árás.

Þá létust 55 í nóvember þegar sjálfsmorðsprengjumaður gerði árás í sal í Kabúl þar sem fjölmargir höfðu komið saman til að minnast fæðingu Múhameðs spámmans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×