Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 07:28 Lík eins þeirra sem féllu í árásinni borið til grafar í dag. Vísir/EPA Sjálfsmorðssprengjumaður var að minnsta kosti 63 að bana og særði 180 til viðbótar þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri brúðkaupsathöfn í Kabúl, höfuðborg Afganistans í gær. Talibanar neita ábyrgð á ódæðinu og engir aðrir hópar hafa viðurkennt að hafa staðið að því. Sprengjan sprakk í vesturhluta borgarinnar þar sem aðallega sjíamúslimar búa um klukkan 22:40 að staðartíma í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að herskáir súnnímúslimar, þar á meðal talibanar og Ríki íslams, hafi ítrekað ráðist á sjíaminnihlutann í Afganistan og Pakistan. Kynin eru alla jafna aðskilin í afgönskum brúðkaupum. Vitni segir að hann hafi verið á kvennasvæðinu þegar hann heyrði mikla sprengingu á karlasvæðinu. „Allir hlupu út hrópandi og grátandi,“ sagði Mohammad Farhag, einn brúðkaupsgestanna. Salurinn hafi verið fullur reyks í um tuttugu mínútur eftir sprenginguna. Nær allir á karlasvæðinu hafi látið lífið eða særst. Enn hafi verið að flytja lík af svæðinu tveimur klukkustundum eftir sprenginguna. Talsmaður talibana, sem nú semja um frið í landinu við Bandaríkjastjórn, sagðist fordæma árásina harðlega. „Það er engin réttlæting til fyrir svo yfirveguðum og hrottafengnum morðum sem beinast að konum og börnum,“ sagði Zabiullah Mujaheed, talsmaður talibana. Afganistan Tengdar fréttir Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sjálfsmorðssprengjumaður var að minnsta kosti 63 að bana og særði 180 til viðbótar þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri brúðkaupsathöfn í Kabúl, höfuðborg Afganistans í gær. Talibanar neita ábyrgð á ódæðinu og engir aðrir hópar hafa viðurkennt að hafa staðið að því. Sprengjan sprakk í vesturhluta borgarinnar þar sem aðallega sjíamúslimar búa um klukkan 22:40 að staðartíma í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að herskáir súnnímúslimar, þar á meðal talibanar og Ríki íslams, hafi ítrekað ráðist á sjíaminnihlutann í Afganistan og Pakistan. Kynin eru alla jafna aðskilin í afgönskum brúðkaupum. Vitni segir að hann hafi verið á kvennasvæðinu þegar hann heyrði mikla sprengingu á karlasvæðinu. „Allir hlupu út hrópandi og grátandi,“ sagði Mohammad Farhag, einn brúðkaupsgestanna. Salurinn hafi verið fullur reyks í um tuttugu mínútur eftir sprenginguna. Nær allir á karlasvæðinu hafi látið lífið eða særst. Enn hafi verið að flytja lík af svæðinu tveimur klukkustundum eftir sprenginguna. Talsmaður talibana, sem nú semja um frið í landinu við Bandaríkjastjórn, sagðist fordæma árásina harðlega. „Það er engin réttlæting til fyrir svo yfirveguðum og hrottafengnum morðum sem beinast að konum og börnum,“ sagði Zabiullah Mujaheed, talsmaður talibana.
Afganistan Tengdar fréttir Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38