Enski boltinn

Solskjær segir að Pogba hafi ekki skrópað og hann fari ekki fet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Solskjær er viss um að Pogba verði áfram hjá Manchester United.
Solskjær er viss um að Pogba verði áfram hjá Manchester United. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba hafi verið hvíldur gegn AC Milan í gær og að franski miðjumaðurinn sé ekki á förum frá félaginu.

Pogba fór ekki með United-liðinu til Cardiff þar sem leikurinn gegn Milan fór fram. Solskjær blés á sögusagnir þess efnis að Pogba hefði skrópað til að flýta fyrir félagaskiptum sínum til Real Madrid.

„Ég bjóst ekki við því að hann færi með okkur,“ sagði Solskjær eftir leikinn í gær. Hann greindi frá því að Pogba hefði kennt sér meins í baki á æfingu.

„Ég talaði við hann og honum leið ekki nógu vel. Þetta eru ekki meiðsli, bara smá verkur. Ég vildi ekki taka neina áhættu.“

Solskjær sagði einnig að Harry Maguire yrði kynntur sem leikmaður Manchester United innan tíðar.

Leicester City hefur samþykkt 85 milljóna punda tilboð United í Maguire. Ef félagaskiptin ganga í gegn verður Maguire dýrasti varnarmaður allra tíma.

United vann Milan í vítaspyrnukeppni, 4-5, í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 2-2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×