VAR verður öðruvísi á Anfield og Old Trafford en á öðrum völlum í ensku deildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 09:00 Frá heimavelli Evrópumeistara Liverpool þar sem er enginn skjár. Getty/Michael Regan VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira