VAR verður öðruvísi á Anfield og Old Trafford en á öðrum völlum í ensku deildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 09:00 Frá heimavelli Evrópumeistara Liverpool þar sem er enginn skjár. Getty/Michael Regan VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira