VAR verður öðruvísi á Anfield og Old Trafford en á öðrum völlum í ensku deildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 09:00 Frá heimavelli Evrópumeistara Liverpool þar sem er enginn skjár. Getty/Michael Regan VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
VAR verður notað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en enska deildin er sú síðasta af þeim stóru í Evrópu til að taka upp Varsjána, eins og VAR hefur verið íslenskuð af mörgum. VAR er orðið stór hluti af alþjóðlegum fótbolta og hefur verið notað í Meistaradeildinni frá 2017-18 og var notað á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Rússlandi sumarið 2018 sem og á heimsmeistari kvenna í Frakklandi í sumar. Flestir sjá þetta sem eðlilega þróun á íþróttinni í heimi tækninnar en aðrir hafa áhyggjur af því að varsjáin hægi of mikið á leiknum. Englendingar hafa miklar áhyggjur af töfunum á sínum leikjum.VAR is going to be different in the Premier League to the VAR we've seen so far https://t.co/cRctgT9aLFpic.twitter.com/K0G4BIiX5p — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Enska úrvalsdeildin ætlar því að passa upp á það að VAR hægi sem minnst á hröðum leik deildarinnar. Markmiðið er líka að draga sem minnst úr valdi dómarans á vellinum. Aðeins á að grípa til VAR í undantekningartilfellum. Aðeins má notast við VAR í fjórum kringumstæðum, þ.e. sem varða mörk, víti, bein rauð spjöld og þegar dómari ruglast á leikmönnum. VAR-dómararnir munu skoða aftur öll atvik leiksins en meiri áhersla verður lögð á góð samskipti þeirra og dómarans. Breska ríkisútvarpið fór vel yfir það hvernig VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni og má finna þá úttekt með því að smella hér.Skjáleysi á stórum völlum Eitt af því sem verður passað upp með VAR í vetur verður að halda öllum áhorfendum upplýstum um það sem er í gangi. Áhorfendur á leikjunum fá því að sjá endurtekningarnar breyti dómarinn dómi sínum. Þetta á þó ekki við á tveimur af frægustu leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar. Anfield (heimavöllur Liverpool) og Old Trafford (heimavöllur Manchester United). Þessir tveir leikvangar eru nefnilega ekki með skjái til að sýna umræddar endurtekningar. Þar verður að notast við tilkynningatöflu til að koma upplýsingum til áhorfenda. Ein af nýju áherslunum hvað varðar VAR er að dómararnir eiga nú að bíða með að flauta til hálfleiks og leikinn af ef að eitthvað atvik í blálokin kallar á frekari skoðun. Þeir flauta einu sinni til að stoppa leikinn en leikmenn yfirgefa ekki völlinn fyrr en að VAR-dómararnir eru búnir að fara yfir öll vafaatriði í lokasókninni. VAR verður heldur ekki notað til að meta það hvort markmenn fari af línunni í vítum eða hvort leikmenn hreyfi sig of snemma úr varnarvegg. Það verða dómararnir á vellinum að meta sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira