Enski boltinn

Man. United fær 74 milljónir punda fyrir Lukaku og Everton græðir líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku hefur klætt sig úr Manchester United treyjunni í síðasta sinn.
Romelu Lukaku hefur klætt sig úr Manchester United treyjunni í síðasta sinn. Getty/Shaun Botterill
Manchester United og Internazionale hafa náð samkomulagi um kaup ítalska félagsins á framherjanum Romelu Lukaku en þetta kemur fram í enskum miðlum í morgun.

Manchester United hafnaði 54 milljóna punda tilboði Inter í Lukaku í júlí en fær nú nær því sem félagið vildi frá fyrir belgíska landsliðsframherjann.

BBC segir að kaupverðið geti endaði í 74 milljónum punda en Telegraph segir að United fái fyrst 64,7 milljónir punda og við það gætu síðan bæst 9,2 milljónir punda. Það gerir samtals 73,9 milljónir punda.





Samkvæmt frétt Telegraph þá fær Everton fimm milljónir punda af kaupverðinu en það var hluti af samning Everton og Manchester United þegar United keypti Romelu Lukaku árið 2017.

Romelu Lukaku hefur ekkert spilað með liði Manchester United á undirbúningstímabilinu og félagið sektaði hann fyrir að skrópa á æfingu á þriðjudaginn.

Hinn 26 ára gamli Romelu Lukaku hefur æft með Anderlecht í Belgíu undanfarna tvo daga og gerði allt í sínu valdi til að þvinga fram sölu frá United.

Romelu Lukaku flaug til Mílanó í dag og mun síðan gangast undir læknisskoðun hjá Inter á morgun. Federico Pastorello, umboðsmaður Lukaku, birti myndir af þeim tveimur í einkaflugvélinni á Instagram sem og á Malpenza-flugvellinum í Mílanó.





 
 
 
View this post on Instagram
Ready to take off .... direction Milano !!!  @inter ... stiamo arrivando .... @romelulukaku #interfc #romelulukaku

A post shared by Federico Pastorello (@fedepastorello) on Aug 7, 2019 at 3:23pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×