Enski boltinn

Besti leikmaður Man Utd í fyrra segir tímabilið hafa verið vandræðalegt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luke Shaw
Luke Shaw vísir/getty
Enski varnarmaðurinn Luke Shaw var valinn leikmaður tímabilsins hjá Manchester United en hann segir þann heiður hafa gert lítið fyrir sig þar sem frammistaða liðsins hafi verið allt að því vandræðaleg.

Man Utd hafnaði í 6.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, féll úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og einnig í enska bikarnum.

„Mér fannst enginn eiga skilið að vera valinn besti leikmaður tímabilsins. Tímabilið var of slakt hjá okkur sem liði,“ segir Shaw.

„Ég get gert betur og við getum það allir því frammistaðan á síðasta tímabili var nánast vandræðaleg. Við vorum allir mjög vonsviknir og það gerði þetta enn verra að öll ensku liðin voru að spila úrslitaleiki á meðan við vorum komnir í sumarfrí,“ segir Shaw.

Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst á morgun en Man Utd mætir Chelsea í sínum fyrsta leik á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×