Enski boltinn

Þjálfari Norwich eftir skellinn gegn Liverpool: „Ég elska þetta lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniel Fark í kvöld.
Daniel Fark í kvöld. vísir/getty
Daniel Fark, stjóri Norwich, sagðist vera svekktur en stoltur af sínum mönnum eftir skellinn gegn Liverpool í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið.

Staðan var 4-0 í hálfleik en Liverpool tók öll völdin frá upphafi leiksins. Teemu Pukki náði þó að pota inn marki fyrir Norwich í síðari hálfleik og lokatölur 4-1.

„Við erum ósáttir. Við vorum gráðugir og vildum vera fyrsta liðið til þess að vinna hérna í tvö og hálft ár,“ sagði Farke í samtali við Match of the Day.







„En ég elska þetta lið. Hugarfarið að vinna síðari hálfleikinn fyrir framan stuðningsmennina hérna og við sýndum frábæran karakter.“

„Enginn vildi heyra það í hálfleik en ég sagði þeim að við værum jafn mikið með boltann og áttum fleiri færi. Liverpool hafði þá skorað fjögur mörk.“

„Það var erfitt að taka þessu en mér fannst við ekki vera langt frá góðum úrslitum,“ sagði jákvæður Farke.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×