Juan Mata: Saga Man. Utd heimtar stóra titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 13:00 Juan Mata með fyrirliðabandið í æfingarleik Manchester United á móti Leeds United á dögunum. Getty/Matthew Peters Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira