Erlent

Fjórtán ára dómur fyrir þungarokk

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íranska sveitin Confess. Tveir af þremur hafa fengið dóm.
Íranska sveitin Confess. Tveir af þremur hafa fengið dóm. Mynd/Confess
Meðlimir þungarokkshljómsveitarinnar Confess frá Íran hafa verið dæmdir í samtals fjórtán og hálfs árs fangelsi í heimalandinu fyrir guðlast, áróður gegn ríkinu, rekstur ólöglegrar undirheimahljómsveitar, viðtöl við bannaðar útvarpsstöðvar og að spila tónlist sem er álitin satanísk. Þeir voru sömuleiðis dæmdir til að þola tugi svipuhögga. Frá þessu var greint á fréttasíðunni Metal Injection.Hljómsveitarmeðlimir voru fyrst handteknir árið 2015 og sátu í einangrun í þrjá mánuði þar til þeim var sleppt gegn tryggingu. Í kjölfarið flúðu þeir til Tyrklands og þaðan til Noregs þar sem þeir fengu hæli.„Eftir að við gáfum út nýtt lag og ég rauf þögn mína í Tyrklandi árið 2018 stigu fram ýmis samtök sem styðja listamenn. Stuttu síðar var mér boðið að koma til Noregs sem pólitískur flóttamaður. Eftir að Arash fór fyrir áfrýjunardómstól og komst að því að sækjendur höfðu breytt játningum okkar og falsað undirskrift mína bað hann um hjálp mína,“ sagði Khosravi sem bætti við að hann hefði í kjölfarið hjálpað Ilkhani að komast til Noregs.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.