Enski boltinn

United á enn góða möguleika að ná í Maguire

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Maguire er eftirsóttur, enda talinn einn besti enski miðvörðurinn í dag.
Harry Maguire er eftirsóttur, enda talinn einn besti enski miðvörðurinn í dag. Vísir/Getty

Það logar heldur betur enn í vonarglætum Manchester Untied um að ná í enska miðvörðinn Harry Maguire samkvæmt heimildarmanni Sky Sports sem stendur nálægt viðræðum félaganna.

United er komið skrefi framar en nágrannarnir í Manchester City í baráttunni um Maguire eftir að hafa gert 70 milljón punda tilboð. Áður höfðu bæði lið sagst tilbúin að greiða 65 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Leicester hefur hins vegar látið það í ljós að það sé ekki viðunandi kaupverð, sérstaklega eftir að United borgaði 50 milljónir punda fyrir Aaron Wan-Bissaka, leikmann sem í augum Leicester er ekki nálægt því að vera á sama stalli og Maguire.

Maguire á enn fjögur ár eftir af samningi sínum hjá Leicester og þarf eigandi félagsins, Aiyawatt Srivaddhanaprabha, að samþykkja og skrifa undir samkomulag til þess að enski miðvörðurinn geti farið annað.


Tengdar fréttir

City sagt vera að landa Maguire

Manchester City er að vinna kapphlaupið við Manchester United um Harry Maguire samkvæmt breska blaðinu The Times.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.