Enski boltinn

City sagt vera að landa Maguire

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Maguire í leik með enska landsliðinu
Harry Maguire í leik með enska landsliðinu vísir/getty
Manchester City er að vinna kapphlaupið við Manchester United um Harry Maguire samkvæmt breska blaðinu The Times.Enski miðvörðurinn er með 80 milljón punda verðmiða á sér hjá Leicester en hvorugt Manchester-liðanna er tilbúið til þess að borga svo háa upphæð.Leicester er búið að sætta sig við það að leikmaðurinn fari, samkvæmt frétt Times, og er sagt alveg við það að samþykkja 65 milljón punda tilboð Manchester City.Helsta markmið Pep Guardiola í félagsskiptaglugganum í sumar er miðvörður þar sem Vincent Kompany er búinn að leggja skóna á hilluna og Nicolas Otamendi gæti verið á förum frá félaginu.Ole Gunnar Solskjær er hins vegar líka með miðvörð sem eitt af helstu markmiðum sumarsins. United á hins vegar bara að hafa boðið 40 milljónir punda í Maguire.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.