Enski boltinn

Manchester-liðin bæði til í að greiða 65 milljónir fyrir Maguire

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maguire hefur hækkað mikið í verði á skömmum tíma.
Maguire hefur hækkað mikið í verði á skömmum tíma. vísir/getty
Slagurinn um þjónustu enska landsliðsmannsins Harry Maguire heldur áfram og bendir flest til þess að hann muni enda í Manchester. Hjá hvoru liðinu þar í borg er aftur á móti spurningin.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hafa bæði Man. Utd og Man. City tjáð Leicester að þau séu til í að greiða 65 milljónir punda fyrir miðvörðinn sterka.

Sjálfur segist Maguire vera sáttur hjá Leicester og er ekki að reyna að þvinga fram sölu. Leicester segir einnig að félagið þurfi ekkert að selja. Manchester-liðin gætu því þurft að hækka tilboðin sín.

Það er aðallega pressa á Pep Guardiola, stjóra Man. City, að kaupa enskan leikmann vegna reglna ensku úrvalsdeildarinnar um heimamenn. Hann vill því helst kaupa Maguire.

Verður áhugavert að sjá hver framvindan í þessu máli verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×