Íslenski boltinn

Jeffs og Andri stýra Eyjamönnum út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jeffs er öllum hnútum kunnugur hjá ÍBV.
Jeffs er öllum hnútum kunnugur hjá ÍBV. vísir/vilhelm

Ian Jeffs stýrir ÍBV út tímabilið í Pepsi Max-deild karla. Honum til aðstoðar verður Andri Ólafsson. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Jeffs tekur við þjálfarastarfinu hjá ÍBV af Pedro Hipolito sem var rekinn frá félaginu í lok júní. Jeffs og Andri stýrðu ÍBV í tapinu fyrir KR, 1-2, á laugardaginn.

Jeffs heldur áfram starfi sínu sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hann fær frí frá ÍBV til að fara í verkefni landsliðsins um mánaðarmótin ágúst/september. Það skarast á við leik ÍBV og Vals en Andri heldur um stjórnartaumana hjá Eyjamönnum í þeim leik.

ÍBV er í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn FH á Hásteinsvelli á laugardaginn.

Jeffs og Andri eru í hópi leikjahæstu leikmanna ÍBV í efstu deild. Jeffs þjálfaði einnig kvennalið ÍBV í nokkur ár og gerði það að bikarmeisturum 2017. Andri var í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Hipolito hættur hjá ÍBV

ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.